Félagið Íslensk grafík 50 ára – Sýning í Norræna húsinu

flokkur: Sýningar

Félagið Íslensk grafík fagnar nú 50 ára afmæli sínu og í tilefni þess var opnuð sýning á verkum 46 félagsmanna í Norræna húsinu laugardaginn 16. maí 2020. Sýningin stendur til 9. ágúst 2020 og aðgangur er ókeypis. Opnunartími Norræna hússins er þriðjud. – sunnud. kl. 10-17. Lokað á mánudögum.

Í blóma
Í blóma

UMHVERFING 2019

flokkur: Sýningar

Sýningin NR. 3 UMHVERFING var formlega opnuð í Gestastofu Snæfellsness 22. júní 2019 og teygði anga sína vítt og breytt um Snæfellsnesið. Listamennirnir sem tóku þátt í sýningunni áttu það allir sameiginlegt að eiga rætur að rekja til Snæfellsness með einhverjum hætti. Sýningin var haldin á vegum Akademíu Skynjunarinnar. Við Ræktunarstöðina Lágafell var járnskúlptúrinn Belinda.

Belinda

TORG – Listamessa í Reykjavík

flokkur: Sýningar

TORG – Listamessa í Reykjavík er hugsuð sem vettvangur fyrir listamenn sem eru fullgildir félagsmenn í SÍM, Sambandi íslenskra listamanna, til að kynna myndlist sína og selja, án aðkomu milliliða og um leið veita áhugafólki um íslenska myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist beint af listamanninum.Hátt í 100 félagsmenn SÍM tóku þátt í TORGinu 2019 og voru gestir um það bil 12.000.

1 2