UMHVERFING 2019

flokkur: Sýningar

Sýningin NR. 3 UMHVERFING var formlega opnuð í Gestastofu Snæfellsness 22. júní 2019 og teygði anga sína vítt og breytt um Snæfellsnesið. Listamennirnir sem tóku þátt í sýningunni áttu það allir sameiginlegt að eiga rætur að rekja til Snæfellsness með einhverjum hætti. Sýningin var haldin á vegum Akademíu Skynjunarinnar. Við Ræktunarstöðina Lágafell var járnskúlptúrinn Belinda.

Sýning í Akranesvita 2.– 29. júlí 2018

flokkur: Sýningar

Myndlistarmennirnir og hjónin Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland verða með myndlistasýningu í Akranesvita 2.– 29. júlí 2018. Sýningin er tileinkuð hænunni Belindu. Á opnuninni mun Gunnar kveða rímur kl. 16.30 og Alma Rut mun syngja nokkur írsk lög klukkan 17.00. Sýningin er á 3 hæðum vitans, ljósmyndagrafík, grafíkverk og vatnslitamyndir. Allar myndirnar eru til sölu. Hér má sjá umfjöllun Skessuhorns um sýninguna.

Nordatlantisk Hus i Odense

flokkur: Sýningar

Dagana 27. ágúst – 26. október 2015 voru myndir Önnu til sýnis í Norður Atlantshafshúsinu í Óðinsvéum í Danmörku. Myndirnar voru sérstaklega gerðar fyrir sýninguna. Myndirnar er hægt að skoða hér. Hér er linkur í umfjöllun um sýninguna á vef Norður Atlandshafs hússins. Við opnunina 27. ágúst söng dóttir Önnu, Alma Rut Krisjánsdóttir íslensk lög við gítarundirleik Christian Warburg.