Heim » Blog » Sýningar » Sýning í Akranesvita 2.– 29. júlí 2018

Sýning í Akranesvita 2.– 29. júlí 2018

flokkur: Sýningar

Myndlistarmennirnir og hjónin Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland verða með myndlistasýningu í Akranesvita 2.– 29. júlí 2018. Sýningin er tileinkuð hænunni Belindu. Á opnuninni mun Gunnar kveða rímur kl. 16.30 og Alma Rut mun syngja nokkur írsk lög klukkan 17.00.

Sýningin er á 3 hæðum vitans, ljósmyndagrafík, grafíkverk og vatnslitamyndir. Allar myndirnar eru til sölu.

Hér má sjá umfjöllun Skessuhorns um sýninguna.